- Advertisement -

Brynjar og lýðsleikjuflokkarnir

Brynjar Níellson henti í þennan pistil:

Athyglisvert að horfa á umræður á þinginu um aðgerðarpakka stjórnvalda við þessari einstöku efnahagslegu kreppu. Næstum því þess virði að kaupa sér popp og kók. Þeir sem kalla sig frjálslyndu umbótaöflin stunda óábyrg yfirboð sem aldrei fyrr. Nú er ekki sérstaklega góður tími fyrir þá flokka sem halda að frjálslyndi og umbætur felist í því að ganga í ESB og kasta krónunni og allra síst þess flokks sem eingöngu var stofnaður í þeim tilgangi. Kreppur geta verið margs konar, tilvistarkreppa er ein sú algengasta. Þá er svo sem ekki mikið annað að gera til að halda lífi en að festast í lýðsleikju, eins og Villi Bjarna vinur minn kallar það.

Við þessar aðstæður vonar maður að frjálslyndu umbótaöflin átti sig á mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu og að almannahagsmunir felist í því að hér sé samkeppnishæfur landbúnaður og sjávarútvegur. Einnig ætti öllum að vera nú ljóst, líka lýðsleikjuflokkunum, að Brusselvaldið hefur engan áhuga á einstökum ríkjum sambandsins. Þar á bæ er hver sjálfum sér næstur þegar eitthvað bjátar á.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: