Fréttir

Brynjar: Heimsmet í niðurskurði

By Miðjan

December 16, 2015

Stjórnmál „Halda mætti að stjórnarandstæðingar nú séu búnir að gleyma því hverjir voru við völd í norrænu velferðarstjórninni þegar sett var heimsmet í niðurskurði til heilbrigðismála og skerðingum á kjörum örorku-og ellilífeyrisþega. Auðvitað er ekki hægt að bera saman að öllu leyti aðstæður nú og 2009.“

Þetta skrifar Brynjar Níelsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í grein á Pressunni. Sjá greinina hér.

„Eftir bankahrunið þurfti að skera niður í þessum málaflokkum eins og öllum öðrum. En engu að síður verður ekki sagt að norræna velferðarstjórnin hafi sett þessa málaflokka í forgang því niðurskurður var þar hlutfallslega einna mestur, sérstaklega þegar kom að heilbrigðisstofnunum. Forgangsverkefni velferðarstjórnarinnar var kostnaðarsöm vegferð til að koma þjóðinni í ESB, þvert gegn vilja hennar, undarlegar stjórnarskrárbreytingar, rándýrar rannsóknarskýrslur og ákærur til að koma höggi á pólitíska andstæðinga og óljósar hugmyndir um grænt hagkerfi. Læt ég þó vera að nefna vilja velferðarstjórnarinnar til að auka útgjöld ríkisins um tugi milljarða á ári til að gleðja útlenda kröfuhafa Landsbankans. Það verður því seint sagt að velferðarmál hafi verið í forgangi hjá velferðarstjórninni. Mér sýnist mesta velferðarafrekið hafi verið að tvöfalda laun til listamanna í boði skattgreiðenda sem allir hljóta að sjá að væri mikilvægt forgangsmál.“