Stjórnmál

Brynjar hefur áhyggjur

By Miðjan

April 13, 2020

Brynjar Níelsson Sjálfstæðisflokki er ekki áhyggjulaus maður. Hann opnar sig á Facebook:

„Hef stundum áhyggjur af því hvað stjórnmálamenn geti verið lítið tengdir veruleikanum. Það er ekki gott á viðsjárverðum tímum þegar hætta er á að samfélagið fari beinlínis á hliðina. Einn slíkur vaknaði í morgun með þá hugmynd að tífalda laun einnar stéttar.

Ekki geri ég lítið úr listamönnum, þótt ég hafi aldrei almennilega vitað hverjir tilheyra þeim hópi, og eru þeir sjálfsagt mikilvægir þegar sækir að þjóðinni depurð og kvíði. Náði samt ekki alveg rökunum um að það borgaði sig að tífalda launin að því að við fengjum það margfalt til baka. Af hverju bara tífalda launin ef sú er raunin. Væri þá ekki nær að hækka launin þúsundfalt á þessum erfiðu tímum. Það hlýti að duga til að bjarga okkur hinum.“

Eflaust eru áhöld um hvor sé tengdari veruleikanum, Brynjar eða Ágúst Ólafur Ágústsson.