„Gafst upp á Kryddsíldinni þegar fulltrúar sýndarmennskunnar reyndu að telja landsmönnum enn einu sinni trú um að flokkar þeirra væru lýðræðisleg og frjálslynd umbótaöfl. Öfugmælavísur eru oft fyndnar og skemmtilegar en þessar eru það ekki,“ skrifar Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í nýjum skrifum.
Hann er gagnrýnin á pólitíska andstæðinga sína.
„Í fyrsta lagi geta þessir flokkar, hvorki hér á landi né öðrum vestrænum ríkjum, sætt sig við lýðræðislega niðurstöðu þegar þeir tapa. Þá er gjarnan boðað til mótmæla og reynt að skapa upplausn. Kjósendur sagðir heimskir og heilabilaðir og andstæðingurinn útlendingahatari, rasisti, spilltur lygari og öfgafullur ofan á allt.
Í öðru lagi er fólk, sem heldur að það sé merki um lýðræði og frjálslyndi að fara í ESB sem er stjórnað af umboðslausum kerfiskörlum, á miklum villigötum. Það er ekki tilviljun að hlutfall Evrópu í hagvexti heimsins hefur minnkað verulega.
Í þriðja lagi hafa þessir flokkar hvergi komið á nokkrum umbótum. Eru í raun stjórnlyndir og ólýðræðislegir kerfisflokkar, sem er meginástæðan fyrir því að fylgi þeirra dregst saman jafnt og þétt.
Held að það sé kominn tími til þess að þessir svokölluðu lýðræðislegu og frjálslyndu umbótaflokkar hafi einhverja trúverðuga stefnu í málum sem brennur á fólki og hætti að uppnefna andstæðinginn sem heimskan, spilltan og öfgafullan. Þá gætu þeir kannski náð einhverjum árangri í lýðræðislegum kosningum.“