- Advertisement -

Brynjar: Framsóknarlegt frumvarp

„Ég mun kannski ekki setja mig upp á móti frumvarpinu en það er alveg ferlegt hálfkák, háttvirtur þingmaður, svolítið Framsóknarlegt. En gott og vel, það er nú gott ef maður nær Framsóknarmönnum eitthvað aðeins áfram,“ sagði Brynjar Níelsson um frumvarp um breytingar á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað.

„Þetta er svolítið eins og með Lyfjaverslun ríkisins. Ég man þá tíð að enginn flutti inn lyf nema Lyfjaverslun ríkisins. Nú er talað um að fá að selja verkjalyf í almennum búðum, almenn verkjalyf. Það er ekkert að því. Það er bara alveg sjálfsagt, við notum öll verkjalyf. Ég held að á hverju einasta heimili séu verkjalyf af því að við finnum alltaf reglulega til. En það er auðvitað alveg hægt að misnota verkjalyf og það er hægt að misnota áfengi. Við erum algerlega föst í þessu, menn bara veifa einhverju og segja:

Þetta er lýðheilsusjónarmið og rannsóknir sýna eitthvað. Svo þegar maður spyr eru það alltaf bara einhverjir sérfræðingar sem hafa rannsakað þetta. Þeir eru að vísu allir á móti því að auka aðgengi að áfengi. Við höfum aukið aðgengi stórkostlega, höfum miklu meira aðgengi en áður var þó að þetta sé allt ríkisrekið. Niðurstaðan er sú að neysla ungs fólks á áfengi hefur bara dregist saman og það var aðalvandamálið, mikil áfengisneysla ungs fólks. Nei, menn sletta þessu endalaust framan í okkur. Hættum því.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: