„Almennt má segja að fólk sé ekki sérstaklega pólitískt. Það vill sem mestan frið fyrir ágengni stjórnmálanna, en gerir þó kröfur. Allir vilja lifa í sátt við menn og málefni, þótt okkur greini á um margt. Það er eðlilegt. Við blasir að nútímasamfélag þróast hraðbyri og sósíalisminn er ekki valkostur nú frekar en áður, hann er mein,“ skrifar Brynjar Níelsson.
„Ég vil hvetja alla sem vettlingi geta valdið til þess að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þannig gefum við flokknum rödd í höfuðborginni og styrkjum stöðu hans í komandi kosningum.“
Um eigin flokk efast Brynjar ekki: „Óhikað má segja að fáir stjórnmálaflokkar, ef nokkur, búi yfir sambærilegu mannvali og Sjálfstæðisflokkurinn. Á þeim bæ eru ekki stunduð ábyrgðarlaus yfirboð og upphlaupspólitík.“