- Advertisement -

Brutu nýja reglu á fyrsta fundi

Starfsfólki ráðhússins gafst ekki tími til að birta á vef borgarinnar dagskrá borgarráðsfundarins í gær. Þrátt fyrir að fyrir tveimur vikum samþykkti borgarráð að birta opinberlega dagskrár borgarráðs sem og annars nefnda og ráða borgarinnar.

Minnihlutaflokkarnir voru ósáttir með hvernig til tókst. „Nú er tími til að taka frekari skref í átt að opinni stjórnsýslu og birta þessi gögn strax og fundur er boðaður”. Þessi skref hafa því miður ekki verið tekin og eru til marks um áhugaleysi meirihlutaflokkanna á að opna stjórnsýsluna og auka gagnsæið.“

„Eftir að tillaga minnihlutans í borgarráði og viðaukatillaga meirihlutans var samþykkt 19. júlí var strax hafist handa við að undirbúa vinnu svo unnt sé að birta öll gögn á vefnum um leið og boðað er til fundar borgarráðs. Var áætlað að þeirri vinnu væri lokið fyrir næsta reglulega fund borgarráðs sem hefur verið boðaður 16. ágúst. Ekki vannst tími til að ljúka þessari vinnu fyrir viðamikinn aukafund borgarráðs sem kom með mjög skömmum fyrirvara,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa meirihlutahlutaflokkanna.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: