- Advertisement -

Brugðust reið við Sigmundi Davíð


https://www.midjan.is/radherralaunin-of-freistandi/

Bæði Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir brugðust reið við hugmyndum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að lækka eigi ráðherralaun. Fréttablaðið stóð vaktina í Alþingi í gær, og þar má lesa þetta:

„Það er þess vegna stórundarlegt að hlusta hér á umræður um að það sé slíkur launamunur hjá ráðherrum og hinum sem eru í þinginu að það sé sérstakur hvati í því fólginn til að kasta frá sér stefnumálum sínum og mynda ríkisstjórn til að tryggja sér betri kjör. Með þessum rökum væri alveg eins hægt að segja að álagsgreiðslan til formanna væri sérstakur hvati til að stofna nýjan stjórnmálaflokk og gerast í honum formaður og ná sér þannig í greiðsluna,“ sagði Bjarni og uppskar hlátrasköll í þingsal. Sagði hann röksemdafærslu Sigmundar á þannig plani að hún væri frumvarpinu ekki samboðin.“

Bjarni kaus að skjóta til baka. Báðir eru þeir með um eða yfir tvær milljónir á mánuði, þegar allt er talið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í Fréttablaðinu segir einnig: „Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra brást illa við tillögu Sigmundar Davíðs og var hvöss í andsvari sínu. Sagði hana „til þess eins að varpa rýrð á þá sem sitja hér sem ráðherrar og gefa í skyn að þeirra heilindi séu ekki næg í starfi og þetta snúist allt um launatölur. Ég gef bara ekkert fyrir það.““

Viðbrögð Katrínar eru ekki nákvæm. Sigmundur Davíð telur eflaust ekki að starf ráðherra snúist allt um launatölur, en íslenskir ráðherrar eru meðal launahæstu, ef ekki launahæstu ráðherrar veraldar.

Má ekki ræða það rólega og yfirvegað?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: