Greinar

Brottreknir ríkisforstjórar vegna WOW

By Miðjan

June 05, 2019

„Með brotthvarfi Þórólfs Árnasonar úr forstjórastól Samgöngustofu hafa tveir forstjórar sem voru í eldlínunni á meðan WOW air riðaði til falls horfið á braut. Birni Óla Haukssyni, forstjóra Isavia, sem sætti harðri gagnrýni fyrir að hafa leyft flugfélaginu að safna upp milljarða skuldum á Keflavíkurflugvelli, var sagt upp störfum í apríl, skömmu eftir fall WOW air, og þá var Þórólfur ekki metinn hæfasti umsækjandinn um stöðu forstjóra Samgöngustofu en samgönguráðuneytið ákvað fyrr á árinu að auglýsa starfið laust til umsóknar. Þórólfur sætti ekki síður gagnrýni fyrir að hafa brugðist of seint við bágri fjárhagsstöðu WOW air.“

Þetta er tilvitnun í nafnlaus skrif í Markaði Fréttablaðsins. Fyrirsögnin er okkar.