- Advertisement -

Brjóta Reykjavík upp í sjálfstjórnareiningar

Bara út frá dreifingu þingmanna, þá væri þetta rangt. 2/3 þingmanna væru þá frá sama sveitarfélaginu.

Marinó G. Njálsson skrifar:

Með fullri virðingu, þá er það andstætt hagsmunum samfélagsins að á SV-horninu myndist eitt risastórt sveitarfélag. Það yrði ríki í ríkinu og hefði öll spilin á hendi. Ef eitthvað væri, þá ætti að brjóta Reykjavík upp í sjálfstjórnareiningar.

Bara út frá dreifingu þingmanna, þá væri þetta rangt. 2/3 þingmanna væru þá frá sama sveitarfélaginu. Núna eru þingmenn Kragans þó hugsanlega að berjast fyrir örlítið öðrum áherslum í mörgum málefnum, en þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna. Sá áherslumunur mundi hverfa, enda allir í sama sveitarfélaginu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Með eitt risastórt sveitarfélag myndu möguleikar íbúa til að hafa áhrif minnka verulega. Aðgangur að æðstustjórnsýslunni myndi skerðast og erfiðarar yrði að nálgast sveitarstjórnarfulltrúa. Leiðin til að „bjarga“ því væri að kjósa hverfisráð.

Svo má ekki gleyma því, að það er viss samkeppni á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þó þjónusta þeirra sé keimlík, þá er munur. Heimaþjónusta er betri í einu, grunnskólar í öðru, leikskólar í því þriðja, stuðningur við íþróttir er mismunandi, o.s.frv. Loks er að sveitarfélögin hafa mikla samvinnu sín á milli og frekar er að líta á hvernig auka megi þá samvinnu, en að fara að skella þeim saman í eitt ofursveitarfélag sem síðan réði öllu á Alþingi.

Greinin birtist fyrst á Facebooksíðu Marinós.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: