- Advertisement -

Bríet segist vera óhagnaðardrifið fyrirtæki en er illa rekið okurfyrirtæki

Bríet er í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Sú stofnun heyrir undir innviðaráðuneytið þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson er ráðherra og ber alla ábyrgð. Það er því Sigurður Ingi sem er Bríet, sú sem okrar á Guðnýju Benediktsdóttur.

Samstöðin: Guðný Benediktsdóttir, fátæk kona í Njarðvík, hefur mánuðum saman reynt að benda starfsfólki Bríetar, leigufélags í eigu ríkisins, á að félagið sé að okra á sér. Leigan standist ekki, hvorki út frá greiðslugetu Guðnýjar né út kaupverði íbúðarinnar. Guðnýju er svarað af tómlæti og óskum hennar er hafnað. Samt er augljóst öllum sem skoða málið að Guðný hefur rétt fyrir sér. Bríet er okurfyrirtæki. Og illa rekið í þokkabót.

Guðný leyfði Samstöðinni að skoða hennar mál og segja hennar sögu. Og sögu Bríetar í leiðinni.

Saga Guðnýjar

Þú gætir haft áhuga á þessum

Guðný Benediktsdóttir er öryrki og hefur ekki efni á að borga 248 þús. kr. í húsaleigu, eins og Bríet rukkar.

Guðný fær 317 þús. kr. frá Tryggingastofnun og 10 þús. kr. frá lífeyrissjóði á mánuði. Af því fara 248 þús. kr. í húsaleigu, en Guðný fær húsnæðisbætur á móti, tæplega 60 þús. kr. Húsnæðiskostnaðurinn er því 188 þús. kr. eða 57% af ráðstöfunartekjum.

Guðný hefur 139 þús. kr. til ráðstöfunar eftir húsnæðiskostnað. Framfærsluviðmið hjá umboðsmanni skuldara eru 195 þús. kr. fyrir einstakling áður en kemur að húsnæði. Miðað við það vantar Guðnýju 56 þús. kr. til að lifa út mánuðinn. Af ráðstöfunartekjum sínum kæmist hún fram að 22. þessa mánaðar miðað við mat umboðsmanns skuldara.

Húsnæðiskostnaður er talinn íþyngjandi þegar hann fer yfir 40% af ráðstöfunarfé. Samkvæmt því eru hættumörkin hjá Guðnýju við 131 þús. kr. Ef við bætum húsnæðisbótunum við gæti Guðný borgað 191 þús. kr. í leigu. Í dag er hún því að borga 57 þús. kr. meira en hún ræður við.

Þótt verðlag sé hátt og allt dýrt á Íslandi, er það húsnæðiskostnaðurinn sem grefur undan fjárhag Guðnýjar. Ef leigan væri 40% af ráðstöfunartekjum hennar gæti hún lifað út mánuðinn. Engu lúxuslífi, en hún kæmist af.

Hér má lesa alla greinina, sem er góð og þörf lesning.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: