- Advertisement -

Breyta þingsköpum í leið að jafnrétti

Alþingi kemur saman í dag. Á dagskrá þingsins er frumvarp sem er ætlað að tryggja betur jafnrétti kynjanna í fastanefndum þingsins. Hér er hluti greinargerðarinnar þar sem þessu er vel lýst.

„Nokkurri gagnrýni hefur verið beint að Alþingi fyrir að gæta ekki nægilega vel að jafnréttissjónarmiðum, m.a. við kosningu í fastanefndir þingsins. Á það reyndi til að mynda þegar kosin var ein kona og átta karlar í fjárlaganefnd eftir alþingiskosningarnar 2017. Kvenréttindafélag Íslands beindi af því tilefni kæru til kærunefndar jafnréttismála og taldi Alþingi brjóta gegn ákvæðum jafnréttislaga um kynjahlutfall opinberra nefnda en málinu var vísað frá vegna aðildarskorts. Í ljósi umræðna og viðhorfa um jafnréttismál í samfélaginu á umliðnum árum þykir rétt að leggja til breytingar á þingsköpum Alþingis til að tryggja að hlutfall kvenna og karla í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Alþingis sé sem jafnast. Breytingunni er ætlað að festa í þingsköp fyrirmæli um að hugað verði að jafnrétti kvenna og karla við nefndaskipanir. Hafa verður þó í huga að breytingarnar, hvað varðar skipan fastanefnda og forsætisnefndar þingsins, munu ávallt takmarkast við hlutfall kvenna og karla á Alþingi á hverjum tíma. Það hlutfall veltur síðan á því hvernig stjórnmálasamtökum tekst að tryggja jafnan hlut kvenna og karla á framboðslistum sínum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: