- Advertisement -

Bretar eiga bara þrjá vonda kosti

 

„Fréttirnar frá Brexit-vígstöðvunum eru ekki góðar. Breska ríkisstjórnin er bæði veik og klofin. Evrópusambandið er fullt sjálfstrausts og ósveigjanlegt. Klukkan tifar og aðeins þeir sem blekkja sjálfa sig af yfirlögðu ráði halda að það verði hægt að gera Brexit-samning þar sem Bretland fær allt það sem það vill. Þvert á móti virðist landið standa frammi fyrir að þurfa að velja á milli þriggja niðurlægjandi leiða,“ þannig skrifar Gideon Rachman meðal annars í Financial Times og Mogginn birtir í dag.

Í langri grein hans er að finna merka greiningu á möguleikum Breta í Brexitviðræðunum við Evrópusambandið. Gideon segir Breta standa frammi fyrir þremur kostum, öllum vondum.

Að borga reikninginn

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Fyrsta niðurlægjandi leiðin væri sú að Bretland yrði svo örvæntingarfullt um að gera verslunarsamning að landið myndi neyðast til að sam- þykkja kröfur ESB nokkurn veginn eins og þær leggja sig. Það þýðir að Bretland mun þurfa að greiða samtals allt að 100 milljarða evra reikning bara til þess eins að koma samningaviðræðunum af stað. Til að fá í framhaldinu aðgang að innri markaðinum myndi Bretland þurfa að auðmýkja sig enn frekar með ýmsum tilslökunum, svo sem að fallast á frjálst flæði vinnuafls og sætta sig við að heyra undir lögsögu Evrópudómstólsins.“

Fara án samnings

„Önnur niðurlægjandi útkoma væri að Bretland neitaði að fallast á þannig samninga og brölti út úr ESB án samnings í mars 2019. Breskar vörur myndu þá rekast á nýja verslunar- og tollamúra og taka að hrannast upp í höfnunum við Ermarsund, á meðan heyra mætti flissið hinum megin við sundið. Enn fleiri störf myndu tapast í breskum iðnaði og víða í þjónustugeiranum, allt frá fjármálaþjónustu yfir í lyfjaframleiðslu. Og þar sem fjárfestar myndu leita yfir á meginlandið myndi breska hagkerfið verða fyrir varanlegu tjóni. Veiklað Bretland myndi þá leita ásjár hjá Donald Trump, í þeirri von að Bandaríkjaforseti fáist til að standa við það loforð sitt að gera „mjög, mjög stóran“ verslunarsamning. En draumurinn um stolt og vel stætt „alþjóðlegt Bretland“ myndi líta út eins og ósmekklegur brandari.“

Komi aftur í ESB

„Þriðja mögulega niðurlægjandi niðurstaðan væri að Bretland áttaði sig á því að ekki væri nokkur möguleiki á farsælli útgöngu, hætt væri við Brexit og gengið aftur með auðmýkt inn í Evrópusambandshópinn. En bara til þess að fá hin aðildarlöndin 27 til að fallast á það gæti Bretland þurft að afsala sér þeim kærkomna afslætti sem landið hefur fengið af framlögum til fjárlaga ESB.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: