- Advertisement -

Brestir í þrælabandalaginu

Að hafa kjark til að hætta þátttöku í aðförinni að láglaunafólki?

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:

Má vera að stjórnendur þeirra fyrirtækja sem fara létt með að hækka þrælalaunin, sem fólki er borgað fyrir vinnu sína, brjóti af sér hlekkina sem Samtök atvinnulífsins hafa hnekkt þau í, og semji við sitt starfsfólk.

Ekki er annað mögulegt en þau fyrirtæki hætti þátttöku í þrælabandalaginu við Borgartún. Það hlýtur að vera vont, að vera í hluti af liði, sem er eins taktlaust og komið hefur fram í öllum málflutningi útvarða Borgartúns 35.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Síðast í Silfrinu í gær sögðu fulltrúar „atvinnulífsins“ að lang flest fyrirtækin séu lítil eða meðalstór. Hverslags málflutningur er það eiginlega? Á starfsfólk að kyngja þrælasamingum vegna þess að fyrirtækin sem það starfar hjá er lítið eða meðalstórt. Nei.

Síðast í Silfrinu í gær sögðu fulltrúar „atvinnulífsins“ að lang flest fyrirtækin séu lítil eða meðalstór. Hverslags málflutningur er það eiginlega? Á starfsfólk að kyngja þrælasamningum vegna þess að fyrirtækin sem það starfar hjá er lítið eða meðalstórt. Nei.

Er fólkið að meina það sem það segir? Varla, ekki innst inni. Það spilar illa uppsettan leik við annað fólk en það er vant að mæta. Ný forysta launafólks tekur ekkert tillit til fyrrum vinskapar forvera sinna og Borgartúns 35. Það er bara liðin tíð. Nú er aðrar leikreglur og nýjar.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sú fína fjölmiðlakona, átti bestu innkomuna í Silfrinu. Hún benti á að litlar og meðalstórar fjölskyldur eigi í vanda. Nái ekki endum saman.

Nú er að bíða og sjá hversu margir eigendur og eða stjórnendur fyrirtækja þora að höggva á hnútinn. Hætti þátttöku í þrælabandalaginu, afmunstri sig úr Borgartúni 35 og semji við sitt starfsfólk. Að sitja fastur í þrælabandalaginu hlýtur að vera ömurlegt, og niðurlægjandi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: