- Advertisement -

Brestir í samtryggingu stjórnmálamanna

Stjórn­mála­menn eru ekki endi­lega í há­veg­um hafðir og það er ekki nýtt.

Davíð Oddsson:
„Þegar þetta hef­ur gengið nægi­lega lengi þá hef­ur stétt­in sem heild náð að níða svo skó­inn niður af stétt­inni í heild.“

Davíð Oddsson telur greinilega að hin firnasterka samtrygging stjórnmálamanna sé að að gliðna. Jafnvel að bresta. Hann skrifar nokkuð um þetta í Reykjavíkurbréfi morgundagsins.

Þar segir á einum stað: „Stjórn­mála­menn eru ekki endi­lega í há­veg­um hafðir og það er ekki nýtt. Þeir voru það ekki held­ur á meðan vald þeirra var ekki til mála­mynda eins og þró­ast hef­ur. Ástæða þessa er senni­lega sú, að „stétt­in sjálf“ skít­ur út sjálfa sig hvenær sem hún má. Hún fer að vísu Krísuvíkurleið til þess. Einn hlut­inn ger­ir því skóna að fram­ganga ann­ars hluta sé ekki bara hæp­in held­ur stór­kost­lega til skamm­ar, lög­brot stund­um, siðferðis­brot oft­ar ef ekki alltaf, af því að það er svo þægi­lega óljóst og ramm­a­laust hug­tak, glæp­sam­leg þegar mikið ligg­ur við, vitn­is­b­urður um vafa­samt inn­ræti og þar fram eft­ir göt­un­um. Þegar þetta hef­ur gengið nægi­lega lengi þá hef­ur stétt­in sem heild náð að níða svo skó­inn niður af stétt­inni í heild og bía hana svo út að það er ekki leng­ur þurr þráður á henni sem heild og fæst­um sem ein­stak­ling­um. Og það skemmti­lega við þetta er að all­ir í hópn­um eru um leið sann­færðir um að eng­in af þess­um ásök­un­um gildi um þá og skilja ekki hvers vegna al­menn­ing­ur hafi jafn lítið álit á „hon­um“ og hann hef­ur rétti­lega á öll­um hinum.“

Úr þingsal:
„Einn hlut­inn ger­ir því skóna að fram­ganga ann­ars hluta sé ekki bara hæp­in held­ur stór­kost­lega til skamm­ar, lög­brot stund­um, siðferðis­brot oft­ar ef ekki alltaf, af því að það er svo þægi­lega óljóst.“

Augljóst er að hann á einna helst við Pírata í gagnrýni sinni. Það skýrir ójafnvægi „Davíðsarmsins“ í þingflokki Sjálfstæðisflokksins í garð Pírata.

Davíð vegur einnig að sínum eigin flokki þegar hann skrifar:

„Áhugi manna á stjórn­mál­um hef­ur minnkað hratt hér á landi á und­an­förn­um árum. Aðild að helstu flokk­um skrepp­ur sam­an og mæt­ing á fundi verður treg­ari. Skýr­ing­arn­ar á þessu kunna að vera marg­ar og þær þurfa ekki all­ar að sýna að heim­ur­inn fari þar með versn­andi.

Ein ástæðan er ör­ugg­lega sú að reynsla síðasta ára­tug­ar sýn­ir að lítið eða ekk­ert er gert með ótví­ræðar samþykkt­ir á sam­kund­um flokka, ein­mitt þeirra sem mest vald eiga að hafa sam­kvæmt hefðum og bein­hörðum regl­um. Það þarf mikið kæru­leysi, í bland við ein­kenni­lega áhættufíkn, að gera hvað eft­ir annað lítið úr og ekk­ert með þær samþykkt­ir. Flokks­fólkið á eft­ir það eng­an ann­an kost ann­an en þann, að líta raun­sætt á þá fram­göngu og skynja þar með að engu skipt­ir hvort það mæt­ir og tek­ur þátt og af­stöðu eða mæt­ir ekki. Hvort tveggja sé jafn­gilt.“

Bjarni Benediktsson fær veina sneið frá Davíð:
„Ein ástæðan er ör­ugg­lega sú að reynsla síðasta ára­tug­ar sýn­ir að lítið eða ekk­ert er gert með ótví­ræðar samþykkt­ir á sam­kund­um flokka, ein­mitt þeirra sem mest vald eiga að hafa sam­kvæmt hefðum og bein­hörðum regl­um.“

Ætli Bjarna Benediktssyni hafi brugðið við þennan lestur? Varla. Hann er ekki góður vanur úr Hádegismóum. Næsta sneið frá Davíð er örugglega ekki ætluð Bjarna, manni sem hefur tekist að vera valdamestur Íslendinga í áraraðir. Þeir taka eflaust til sín sem eiga:

„Önnur skýr­ing gæti sjálfsagt verið sú og sjá­an­legri en áður að stjórn­mála­menn hafi ekki sömu úr­slita­áhrif og áður. Marg­ir ættu auðvelt með að rök­styðja að sú breyt­ing væri til batnaðar. Það þýddi í þeirra huga að „fag­mennska“ réði mun meiru en áður var. Ókunn­ar stofn­an­ir og ábyrgðarlaus­ir „fag­menn“ ráða þegar mun meira um það en stjórn­mála­menn hverj­ir hafa úr­slita­áhrif á þau mál­efni sem al­menn­ing­ur stend­ur und­ir með skatt­fé sínu.“

Hinn aldni lítur enn um öxl: „Áður fyrr var þó heil­mikið mót­vægi falið í því að stjórn­mála­maður­inn sem ein­tak skipti ein­hverju máli, eins og samþykkt á lands­fundi flokka gerði áður en hætt var að taka mark á þeim líka.

Breyt­ing­in um þetta fyrra er smám sam­an að renna upp fyr­ir al­menn­ingi. Þegar við bæt­ist að nán­ast all­ur þorr­inn af lög­gjöf­inni kem­ur nú ann­ars staðar frá, þvert á gef­in fyr­ir­heit, og því sé blákalt haldið fram að heim­ild­in til þessa hafi verið svik­in inn á þjóðina, þá er orðið lítið eft­ir.“

Úrskurður Evrópudómstólsins situr í okkar manni. Hann er annað hvort reiður eða bálreiður:

Niðurstaða „stjórn­valda“ í sein­asta deilu­máli var sú að Ísland hefði ekki leng­ur heim­ild til þess að hafna fyr­ir­mæl­um sem send væru að utan til full­gild­ing­ar hér.

„Niðurstaða „stjórn­valda“ í sein­asta deilu­máli var sú að Ísland hefði ekki leng­ur heim­ild til þess að hafna fyr­ir­mæl­um sem send væru að utan til full­gild­ing­ar hér.

Þótt at­hæfið brjóti sann­ar­lega bæði lög lands­ins og stjórn­ar­skrá þess þá breyti það ekki því að óheim­ilt sé að horfa til slíkra heim­ilda, vegna þess ótta sem emb­ætt­is­menn hafi komið sér upp og miðlað til und­ir­manna sinna, stjórn­mála­mann­anna. Og kannski er þetta megin­á­stæðan fyr­ir því að áhug­inn á því að velja sér stjórn­mála­amst­ur sem lífs­starf vík­ur fyr­ir næst­um hvaða öðrum kosti sem býðst. Og það mann­vals­lög­mál ýtir fljótt und­ir að þeir sem utan við standa beini áhuga sín­um annað.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: