- Advertisement -

Brestir í baklandi Eyþórs

Heimildir herma að vonbrigða gæti meðal stuðningsmanna Eyþórs Arnalds, og þá um leið framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hermt er að innan baklandsins séu raddir sem segja of mikla uppstokkun hafa verið gerða. Framboðslistinn sé sem nýtt framboð, en ekki eðlilegt framhald af starfi flokksins í Reykjavík.

Þá er fullyrt að Eyþór hafi boðið eða heitið sumum stuðningsmönnum sætum á listanum, jafnvel vænlegum sætum, sem síðan var ekki staðið við. Það kætir ekki það fólk sem beið spennt eftir hvað yrði.

Víst má telja að framboð Miflokksins, með Vigdísi Hauksdóttur í forystu, mun höggva í raðir kjósenda í Sjálfstæðisflokksins, frekar en flestra annarra flokka. Viðreisn er að undirbúa framboð þar sem vilji er til að kona vermi fyrsta sæti listans. Einn viðmælandi sagði klókt að bjóða Áslaugu Friðriksdóttur það hluverk. Sem kannski er búið að gera. Hana langar hið minnsta að vera áfram í borgarstjórn.

Hinar miklu breytingar sem verða gerðar hjá Sjálfstæðisflokknum valda usla.

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: