SO2 mengun, eða brennisteinsdíoxíðmentun, frá eldgosinu í Holuhrauni hefur nú verið að mælast víða á landinu. Hæsti styrkur SO2 mældist 5.800 microgrömm/m3 þann 1. október í Reykjahlíð en stóð þó skammt yfir. Mengunin hefur ekki enn valdið alvarlegum heilsufarsáhrifum svo vitað sé.
Á vef landlæknisembættisins kemur fram að sóttvarnalæknir telji að miðað við þann styrk SO2 sem mælst hefur á landinu að undanförnu, einkum á Norð-Austurlandi, sé ekki ástæða til að óttast alvarleg heilsufarsleg áhrif SO2 mengunar.
Sjá nánar á vef Landlæknisembættisins.