Fortíðin „Það er glæpur að þvo samfestingana upp úr terpentínu. Ég var aö rafsjóða og snögglega stóð hluti samfestingsins í ljósum logum. Ég komst ekki úr samfestingnum en sem betur fer komu tveir menn sem hjálpuðu mér. Ég hlaut fyrsta og annars stigs bruna. Ég mun verða frá vinnu á þriðju viku að minnsta kosti,“ sagði Kristján Jóhannsson rafsuðumaður.
Kristján varð fyrir þeirri óþægilegu reynslu að samfestingur, sem hann klæddist við vinnu sína, stóð skyndilega í ljósum logum. Samfestingurinn, sem er úr bómullarefni, var nýkominn úr hreinsun. Komið hefur í ljós að hann var þveginn með terpentínu.
Kristján sagði að betra væri að nota slökkvivökva við þrif á samfestingunum.
„Ég hef starfað við þetta i 36 ár og slíkt hefur aldrei hent fyrr. Venjulega þvæ ég samfestingana sjálfur. Ég hef verið að hugsa, ef þetta hefði hent mann, sem hefði legið undir einhverju tæki og enginn verið til aðstoðar. Ég fæ ekki séð annað en, að manns við þær aðstæður, biði ekkert annað en að brenna til dauða. Það verður að hætta að þrífa vinnuföt með eins eldfimu efni og terpentína er,“ sagði Kristján Jóhannsson.
Úr DV frá árinu 1988.