- Advertisement -

Breiðari samstaða milli stóru almannasamtakanna

Gunnar Smári skrifar:

Með endurreisn verkalýðshreyfingarinnar, vorinu í verkó, hefur myndast breiðari samstaða milli stóru almannasamtakanna. Á þeim ás sem er að myndast má byggja endursköpun stjórnmálanna, sem flokkarnir á þingi hafa farið þannig með að mikill hluti almennings upplifir sig svikinn af stjórnmálunum og hefur misst trú á þeim.

Endurnýjunin er ekki persónukjör eða stjórnmál má einstaklingshyggjunnar heldur stjórnmál samstöðunnar þar sem almenningur upplifir samtakamáttinn og samkenndina, aflið sem myndast þegar það berst fyrir sameiginlegum hagsmunum en lætur ekki hina fáu ríku og valdamiklu magna upp það fáa sem aðgreinir fólk. Svo það sé sagt. Þetta er merkileg yfirlýsing, hún er ólétt af enn meiri samstöðu og enn meira afli.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: