- Advertisement -

„Bræðravíg“ í Framsóknarflokki

- einn harðasti stuðningsmaður Sigmundar Davíð sakar þrjá fyrrverandi formenn bera ábyrð á hvernig komið er fyrir Framsóknarflokki.

Hjörleigur Hallgríms, er óneitanlega er einn ákveðnasti stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, innan Framsóknarflokkinn, skrifar grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Hann nafngreinir nokkra Framsóknarmenn, sem hann ber sökum, segir þá ábyrga fyrir hvernig komið er fyrir flokknum.

„Sigurður Jóhannsson forsætisráðherra og skemmtikrafturinn Guðni Ágústsson eiga að vita það manna best að ekki er mjög vænlegt til árangurs að skipta um hest í miðri á en þeir félagar í hestamennskunni létu sig hafa að fara út í það feigðarflan og árangurinn kom svo sannanlega í ljós í kosningunum, eða rúm 10% fylgi og 8 þingmenn varð árangurinn eftir ótrúlegt feigðarflan.“

Guðni Ágústsson er Hjörleifi hugleikinn: „Guðni Ágústsson má nú muna þá tíð er hann blauður lét hrekja sig úr formannssæti í flokknum og Valgerður Sverrisdóttir tók við við lítinn orðstír, enda hvorugt þeirra kosið til embættisins,“ sem er alveg rétt. Þau voru bæði varaformenn og tóku við þegar þáverandi formenn sögðu af sér formennsku.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Framsókn og Búnaðarbankasalan

„Á eftir áskorendunum, þingmönnunum, komu svo bakraddirnar svokölluðu, flokkseigendurnir, og gerðu mjög í því að rægja Sigmund Davíð á allan máta. Þar fóru fremst, auk Guðna, þau Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður, sem vann sér það til frægðar að drulla flokknum niður í 6 % í skoðanakönnun og einnig kom við sögu Valgerður Sverrisdóttir, einnig fyrrverandi formaður í stuttan tíma. Valgerður vann sér það til frægðar í sinni ráðherratíð m.a. að vera aðalleikarinn í svokölluðu einu frægasta spillingarmáli Íslandsögunnar, Búnaðarbankamálinu.“

Sigmundur Davíð og stórsigurinn

„Það er nánast óskiljanlegt hvernig þetta ólánsfólk telur sig þess umkomið í sinni heimsku að koma fram við Sigmund Davíð eins og raun ber vitni. Hann er maðurinn sem leiddi flokkinn til næststærsta sigurs í kosningum flokksins í 100 ára sögu hans. Ég tel að viðlíka fólk eigi vart heima í Framsóknarflokknum, nema að sýnd sé veruleg iðrun og ekkert óraunhæft hatur og nú er komið að skuldadögunum.“

Og að lokum spyr Hjörleifur og svarar sjálfur: „Hvernig ætlar Sigurður Ingi og hans lið að sameina Framsóknarflokkinn á ný? Við því er ekki nema eitt ráð. Sigurður Ingi verður að víkja.“

Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins er í dag. Búist er við hörðum umræðum á fundinum. Ekkert bendir til að sættir séu að takast innan flokksins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: