Stjórnmál Ríkisstjórnin kemur saman til fundar síðar í dag. Staða Katrínar Jakobsdóttur og ríkisstjórnarinnar er tilefni fundarins. Víst má telja að samstarfsflokkarnir tveir séu ekki sáttir við ef forsætisráðherra stekkur frá borði og fer í forsetaframboð.
Hvað gerist næst er óvíst. Fari Katrín er allsendis óvíst hvað verður um flokkinn hennar, VG. Allt eins má búast við að flokknum verði vísað burt úr ríkisstjórninni og einhverjum öðrum flokki verði boðið að taka við af VG.
Ef svo fer koma Flokkur fólksins og Miðflokkur einna helst til greina. Það eru spennandi tímar í stjórnmálunum.