Gunnar Smári skrifar:
Alveg eins og það er mannanna verk að hafa samfélagið með þessum hætti, þá er það í höndum okkar að breyta þessu ástandi og byggja upp skaplegra samfélag. Það er ekkert sem kallar á að hér búi fólk við djúpa fátækt að börn alist upp við óboðlegar aðstæður eða svona stór hópur fólks skuli lifa við kvíða og angist. Eina ástæðan fyrir stöðu þess fólks er botnlaus grimmd hinna ríku og valdamiklu og yfirgengilegir fordómar þeirra gagnvart þeim sem standa illa. Ísland er vellauðugt land, við höfum alla burði til að byggja hér paradís á jörðu, samfélag sældar, jöfnuðar og réttlætis.