„Íslendingar hlupu til í sumar og keyptu sér nokkra rafmagnsbíla, af því að fjármálaráðherra hafði loksins gefist upp á að niðurgreiða þá! Slík kaup detta því niður um áramótin,“ segir í leiðara Davíðs Oddssonar ritstjóra Moggans.
„Þýskaland er með flesta rafmagnsbíla í Evrópu, eða rétt rúmlega milljón bíla, en það þýðir ekki að það land hafi staðið sig sérlega vel. Besta mælistikan á hversu „græn“ þjóð er í bílum er sú sem telur eiginlega rafmagnsbíla en ekki þá sem hafa rafmagn upp á punt með bensíni og olíu. Á þann mælikvarða er Þýskaland í 9. sæti með aðeins 1,3% rafmagnsbíla, og miklu slappari en Noregur og Ísland sem nota þó alvöru rafmagn. En engin þjóð kemst nærri tíu prósent og nú ætlar fjármálaráðherrann að setja skatt á bíla eftir þyngd og fer rafmagnsbíllinn ekki vel út úr því,“ skrifar Davíð og endar með þessari setningu:
„Botninn virðist nefnilega vera að detta úr vitleysunni.“