- Advertisement -

„Botn­inn virðist vera að detta úr vit­leys­unni“

„Íslend­ing­ar hlupu til í sum­ar og keyptu sér nokkra raf­magns­bíla, af því að fjár­málaráðherra hafði loks­ins gef­ist upp á að niður­greiða þá! Slík kaup detta því niður um ára­mót­in,“ segir í leiðara Davíðs Oddssonar ritstjóra Moggans.

„Þýska­land er með flesta raf­magns­bíla í Evr­ópu, eða rétt rúm­lega millj­ón bíla, en það þýðir ekki að það land hafi staðið sig sér­lega vel. Besta mæli­stik­an á hversu „græn“ þjóð er í bíl­um er sú sem tel­ur eig­in­lega raf­magns­bíla en ekki þá sem hafa raf­magn upp á punt með bens­íni og olíu. Á þann mæli­kv­arða er Þýska­land í 9. sæti með aðeins 1,3% raf­magns­bíla, og miklu slapp­ari en Nor­eg­ur og Ísland sem nota þó al­vöru raf­magn. En eng­in þjóð kemst nærri tíu prósent og nú ætl­ar fjár­málaráðherr­ann að setja skatt á bíla eft­ir þyngd og fer raf­magns­bíll­inn ekki vel út úr því,“ skrifar Davíð og endar með þessari setningu:

„Botn­inn virðist nefni­lega vera að detta úr vit­leys­unni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: