- Advertisement -

Botn-og taumlaus græðgi!

Vilhjálmur Birgisson:

Nú er upplýst að Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hafi hækkað í launum milli ára um 7 milljónir eða farið úr 2,7 milljónum í með 3,4 milljónir á mánuði í laun.

Það er ljóst að yfirelítan á íslenskum vinnumarkaði hefur með botnlausri græðgi sinni tekist að móta kröfugerð fyrir íslenskt verka-og lágtekjufólki fyrir komandi kjarasamninga.

En núna koma fréttir nánast í hverri viku um launahækkanir hjá hinum ýmsu forstjórum og stjórnendum í efrilögum samfélagsins sem eru þannig að almennt launafólk sýpur hveljur. Nú er upplýst að Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hafi hækkað í launum milli ára um 7 milljónir eða farið úr 2,7 milljónum í með 3,4 milljónir á mánuði í laun. Í Kjarnanum kom frétt 3. mars að meðallaun forstjóra þeirra 20 félaga sem skráð eru á aðalmarkað Kauphallar Íslands á síðasta ári hafi verið rúmlega 5,6 milljónir króna. Alls hækkuðu laun þeirra að meðaltali um 444 þúsund krónur á mánuði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nei það heyrist aldrei neitt frá þessum aðilum þegar auðvalds snobbelítan skammtar sér launahækkanir sem nema hundruðum þúsund á á mánuði.

Ég spyr núna hvar er Seðlabankastjóri, fjármálaráðherra og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins sem hafa að undanförnu öskrað í verkalýðshreyfinguna um að í komandi kjarasamningum verði að semja með hófstilltum hætti annars sé framundan óðaverðbólga og hækkandi vextir. Meira segja hafa þessir aðilar sagt að ekki sé tækt að greiða svokallaðan hagvaxtaauka upp á 10.500 kr. handa verkafólki sem tekur laun eftir launatöxtum.

Nei það heyrist aldrei neitt frá þessum aðilum þegar auðvalds snobbelítan skammtar sér launahækkanir sem nema hundruðum þúsund á á mánuði.

Það er ljóst að þessar fréttir að undanförnu um gríðarlegar launahækkanir þeirra sem eru í efrilögum samfélagsins mun kalla á verkalýðshreyfingin á engan kost annan en að sækja fram af fullum þunga til handa verka-og lágtekjufólki í komandi kjarasamningum. Enda hefur yfirelítan sent skýr skilaboð um að nóg sé til skiptanna.

Það hefur greinilega gripið um sig taumlaus græðgi hjá hinum ýmsu stjórnendum í efrilögum samfélagsins, en við þá vil ég segja gleymið því að þetta muni ekki kalla á hörð viðbrögð verkafólks í komandi kjarasamningum. Veruleika firring ykkar er alger og ég fullyrði að almenningur í þessu landi hefur viðurstyggð á þessari græðgi ykkar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: