„Komið hefur á daginn að ný sameinuð sýslumannsembætti eru stórlega vanfjármögnuð þrátt fyrir að litlar sem engar breytingar hafi orðið á verkefnum þeirra. Þetta hefur óhjákvæmilega leitt til skertrar þjónustu, styttingar afgreiðslutíma, lengri málsmeðferðartíma og uppsagna starfsfólks. Þjónustan við almenning hefur versnað og starfsfólk sýslumannsembættanna veit varla í hvorn fótinn það á að stíga. Botninum virðist náð.“
Þannig skrifar bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, í Moggann. Tilefnið er sameining sýslumannsembætta og slæm fjárhagsstaða þeirra, sem glögglega í ljós í úttekt ríkisendurskoðunar.
Ásthildur spyr: „Hvers eiga sýslumenn að gjalda?“
Og bendir á afleiðingarnar: „Staðreyndir málsins eru þessar: Beinar uppsagnir starfsfólks vegna rekstrarvanda, frestun nýráðninga við starfslok, þjónustuskerðing, styttri afgreiðslutími og almennt fjársvelti. Og nær engin ný verkefni hafa verið vistuð hjá embættunum eins að var stefnt. Klára þarf sameiningu sýslumannsembættanna með viðeigandi fjárhagslegri endurskipulagningu, ítarlegri skilgreiningu á verkefnum og nauðsynlegum fjárveitingum til innleiðingar rafrænnar stjórnsýslu og annarra brýnna verkefna.“
Ásthildur sendir pillu á forystu síns flokks, en ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa um árabil ráðið dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti.
„Tímabært er að stjórnvöld opni augun og láti hendur standa fram úr ermum.“