Fréttir

Börn starfsmanna komast ekki að

By Miðjan

May 22, 2014

Stjórnsýsla Deildarstjóri á leikskólanum Naustatjörn á Akureyri er ósátt við þá reglu skólans að börn starfsmanna fái ekki pláss á leikskólanum. Þetta kemur fram í blaðinu Vikudegi.

Deildarstjórinn óskaði eftir því á fundi skólnefndar að málið yrði tekið fyrir og fjallað um réttmæti þeirrar reglu. Skólanefnd gerir hins vegar ekki athugasemdir við þá reglu sem um ræðir, „enda hefur verið sýnt fram á að hún brýtur ekki í bága við  lög og almennar reglur um starfsmannamál,“ segir í bókun.

 

Mynd: Akureyrarstofa/Gísli Kr. Lórenzson.