Þrjú af hverjum fjórum öryggishliðum, sem eru ætlað að verja börn falli, standast ekki kröfur og hafa verið tekin úr umferð.
Neytendastofan, í samstarfi við önnur eftirlitsstjórnvöld, ákvað að skoða öryggishlið fyrir börn. Mikill fjöldi öryggishliða var skoðaður og af þeim voru valin 112 hlið sem voru send til prófunar á Spáni. Niðurstöðurnar voru ekki góðar en 77% af hliðunum voru ekki í lagi.
„Ýmsir gallar voru á hliðunum og sum hver beinlínis hættuleg börnum. Algengast athugasemdin, eða í 25% tilvika, var gerð vegna þess að bilið á milli rimla var of breytt. Oftast var breiddin þannig að búkur barna komst í gegn en ekki höfuð þess og það getur leitt til að það þrengir að hálsinum og börn geta kafnað. Einnig voru gerðar athugasemdir við að hlið væri lágt að auðvelt var fyrir barnið að klifra yfir það. Þó nokkuð var um að hlið gáfu eftir við högg til dæmis ef barn dytti á það eða ef börn stóðu við hliðið og hristu það eða toguðu þá gátu festingar gefið sig. Eftir þessar könnun á markaði voru mörg hlið tekin úr sölu og innkölluð í Evrópu meðal annars hafa nokkrar tegundir verið teknar af markaðnum á Íslandi,“ segir á vef Neytendastofu.