Það er ekki oft sem er hægt að taka undir skrif Davíðs Oddssonar á Mogganum. Nú er það svo. Í leiðara dagsins segir:
„Þarna er einn af grunnskólum borgarinnar kominn á vergang, beinlínis vegna vanrækslu borgaryfirvalda á grunnskyldum sínum. Málið er ekki nýframkomið, heldur var myglan mallandi í Fossvogsskóla árum saman, börn að veikjast og verða af námi vegna óskiljanlegs áhugaleysis, doða og sleifarlags hjá stjórnendum á vegum borgarinnar, þar sem bæði stjórnmálamenn og embættismenn borgarinnar virtust vona að málið leystist af sjálfu sér og kölluðu umkvartanir foreldra móðursýki. Og þrátt fyrir allt sem á undan er gengið virðast öll viðbrögð borgarinnar enn miðast við að koma sér undan ábyrgð.“