- Advertisement -

Boris Johnson hefur ekki trú á stefnu Bjarna og Þórdísar Kolbrúnar

Gunnar Smári skrifar:

Ekki einu sinni Boris Johnson og breska íhaldið hefur lengur trú á þeirri efnahags- og ríkisfjármálastefnu sem Bjarni Benediktsson og íslenska íhaldið (í flestum flokkum) vill beita. Tími niðurskurðarstefnu (austerity) er liðinn í Bretlandi, segir Boris.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, eyddi eldhúsdeginum í að boða að fram undan væri blóðugur niðurskurður, að skera yrði ríkið niður og láta einkafyrirtækjum eftir að halda samfélaginu á floti.
Hvernig er það með Valhöll og Sjálfstæðisflokkinn? Er ekki einu sinni netsamband þarna? Er forystu Sjálfstæðisflokksins alls ókunnugt um það sem gerist í útlöndum?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: