- Advertisement -

Boris Johnsen sigurvegari sumarsins

Fréttaskýring eftir Gunnar Smára:

Gunnar Smári.

Það er tvennt í þessu; annars vegar er Boris að byggja undir hótun sína að reka þá þingmenn úr flokknum sem kjósa með frumvarpi sem kemur í veg fyrir hart Brexit (þeir munu þá ekki geta verið í framboði fyrir flokkinn, missa vinnuna og eru þar með flestir úr sögunni) og hins vegar er staða Íhaldsflokksins ekki svo slæm samkvæmt könnunum. Nýjustu kannanir yougov eru svona (innan sviga breyting frá kosningunum 2017):

  • Íhaldið: 34% (–8,4 prósentustig)
  • Verkamannaflokkurinn: 22% (–18,0 prósentustig)
  • Frjálslyndir demókratar: 17% (+9,6 prósentustig)
  • Brexit-flokkurinn: 13% (+13 prósentustig)
  • Græningjar: 8% (+6,4 prósentustig)
  • ChangeUK: 0% (+/– 0 prósentustig)
  • Skoski þjóðarflokkurinn: 4% (+1 prósentustig)
  • Velski þjóðarflokkurinn: 1% (+/– 0 prósentustig)

Breytingarnar frá Evrópuþingskosningunum og afsögn Theresu May í lok maí eru þessar:

  • Íhaldið: +15 prósentustig
  • Verkamannaflokkurinn: +3 prósentustig
  • Frjálslyndir demókratar: –7 prósentustig
  • Brexit-flokkurinn: –9 prósentustig
  • Græningjar: +/–0 prósentustig
  • ChangeUK: –1 prósentustig
  • Skoski þjóðarflokkurinn: – 1 prósentustig
  • Velski þjóðarflokkurinn: +/–0 prósentustig
Verkamannaflokkurinn myndi tapa rúmum fimmtung þingsæta sinna, myndi dæmast til áhrifaleysis.

Boris Johnson og Íhaldsflokkurinn eru því sigurvegarar sumarsins, hafa náð vopnum sínum á meðan aðrir flokkar hafa misst vind úr seglum sínum eða eru enn veikir.

Ef niðurstöður nýjustu kannana gengju eftir í kosningum myndi 34% fylgi Íhaldsins tryggja þeim ágætan meirihluta á þingi og Verkamannaflokkurinn myndi tapa rúmum fimmtung þingsæta sinna, myndi dæmast til áhrifaleysis, bæði á þingi og í almennri umræðu. Boris er því bæði að hóta kosningum og gæla við þær; að þær séu liður í loforði hans um að afgreiða Brexit, sameina þjóðina og sigra Jeremy Corbyn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: