Viðhorf Þrátt fyrir allan áganginn hafa stjórnendur Borgunar tekið afstöðu; þeir tala ekki við fjölmiðla. Þeir senda bara bréf þegar þeim hentar.
Afstaða stjórnendanna er óásættanleg með öllu og því miður eru brögð af því að fjölmiðlar lesi sendibréf Borgunar, að fullu eða að hluta.
Formælendur Borgunar verða, af eigin vilja eða ekki, að koma fram, mæta blaðamönnum og svara þeim spurningum sem fyrir þá verða lagðar.
Meðan svo er ekki á enginn fjölmiðill svo mikið sem að lesa einn staf úr bréfasafni Borgunar. Þau eru ekki hlut þeirra umræðu sem þarf að fara fram um hin vafasömu viðskipti um hlut í fyrirtækinu.
Þú gætir haft áhuga á þessum
Sigurjón Magnús Egilsson.