- Advertisement -

Borgum 80 þúsund meira fyrir matinn

Þingmaðurinn varar við miklum launahækkunum, segir þær ekki henta. Minnir á kostnaðinn af íslensku krónunni.

Þorsteinn Víglundsson: „Meginorsökin liggur í háu verði landbúnaðarafurða sem við verndum og heftum samkeppni með meira en flestar þjóðir.“ Ljósmynd: Hringbraut.

„Mánaðarleg útgjöld fjögurra manna fjölskyldu eru um 80 þúsund krónum hærri til matarkaupa hér en á hinum Norðurlöndunum. Meginorsökin liggur í háu verði landbúnaðarafurða sem við verndum og heftum samkeppni með meira en flestar þjóðir. Við þurfum að endurskoða landbúnaðarstefnu okkar svo hún þjóni hvort tveggja neytendum og bændum. Aukin samkeppni er holl öllum atvinnugreinum, líka landbúnaði,“ þetta má lesa í nýlegri grein Þorsteins Víglundssonar, þingmanns og varaformanns Viðreisnar.

Hann nefnir einnig vextina: „Vextir eru hér himinháir fyrir almenning og fyrirtæki sem leiðir til hærri húsnæðiskostnaðar og vöruverðs. Þetta er ævagamalt vandamál en stjórnmálin hafa alltaf heykst á að taka á því. Við verðum að horfast í augu við kostnaðinn við sjálfstæða mynt. Endurskoðun peningastefnunnar á að hafa það að meginmarkmiði að vaxtakjör fyrir fólk og fyrirtæki verði sambærileg við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Það skiptir öllu máli en útilokar líkast til blessaða krónuna.“

Þorsteinn gleymir ekki hvaðan hann kemur og varar við launahækkunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Á sama tíma og hægt hefur á efnahagslífinu eru kröfur um miklar launahækkanir sem erfitt er að sjá hvernig atvinnulífið ráði við án þess að verðbólgan fari hér af stað að nýju. En kjarabætur verða ekki bara sóttar í kjarasamninga. Við getum ekki síður bætt kjörin með því að draga úr kostnaði neytenda. Ísland er dýrt, ekki aðeins fyrir ferðamenn, heldur ekki síður fyrir okkur sem búum hér. Vilji stjórnmálamenn liðka fyrir kjarasamningum á komandi vetri ættum við að leiða hugann að því hvernig við getum lækkað kostnaðinn við að búa hér á landi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: