Ferðaþjónusta Erlendir ferðamenn borguðu þrjá milljarða fyrir gistingu í júní í ár, sem er sextán prósentum meira en þeir gerðu í júní í fyrra.
Erlend kortavelta bílaleiga jókst um 61% í júní síðastliðnum frá júní í fyrra og nam í síðasta mánuði 1,2 milljörðum kr. Þá njóta veitingahús góðs af auknum ferðamannastraumi því erlend greiðslukortavelta í þeim geira jókst um 26% og nam 1,4 milljarði kr. í júní. Erlendir ferðamenn keyptu í verslunum með kortum sínum fyrir 2 milljarða kr. í júní sem er 14% hærri upphæð en í júní í fyrra. Þar af var kortavelta í dagvöruverslunum 429 millj. kr. sem er 33% aukning frá júní í fyrra. |
Skipulagðar pakkaferðir í mestum vexti Samkvæmt tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar eru enn slegin met í kortaveltu erlendra ferðamanna. Í júní síðastliðnum greiddu erlendir ferðamenn fjórðungi meira með kortum sínum hér á landi en í júní í fyrra. Mest aukning var í ýmsum skipulögðum ferðum eins og hvalaskoðun, ferðum með leiðsögn og öðrum tegundum pakkaferða. Í þeim flokki var 64% aukning og greiddu ferðamenn með kortum sínum 2,5 milljarða í júní. Þá eru ekki meðtaldar greiðslur með reiðufé eða það sem greitt hefur verið í gegnum erlenda milligönguaðila. Óbreytt kortavelta á hvern ferðamann |