- Advertisement -

Borgin verður af níu milljörðum

Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifaði:

Sanna Magdalena.
Mynd: Ívar Sæland.

Samandregin skoðun okkar sósíalista í borginni um fjárhagsáætlun:

Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga. Áætlaðar tekjur af útsvari á fjármagnstekjur sem Reykjavíkurborg varð af árið 2021 eru 9 milljarðar. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg þrýsti á þetta mikilvæga mál svo að innheimta megi útsvar af fjármagnstekjum sem verður ekki gert án laga frá Alþingi. Efla þarf tekjustofna borgarinnar með því að leggja þrepaskipt aðstöðugjöld á fyrirtæki, eftir stærð fyrirtækja. Eðlilegt er að öll sem nota aðstöðu borgarinnar greiði í borgarsjóð.

Létta þarf gjaldtökunni af þeim sem ekki geta borið hana, og afnema gjaldtöku á börn þar sem þau hafa engar tekjur. Sósíalistar hafa lagt til að allt skólastarf á vegum borgarinnar yrði gjaldfrjálst með öllu, þ.m.t. frístundaheimilin. Hin ríku sleppa við að greiða í sameiginlega sjóði borgarinnar og þá eru sameiginleg gæði almennings seld til að afla tekna líkt og sjá má með sölu byggingarréttar.

Úthluta þarf lóðum til þeirra sem byggja í samfélagslegum tilgangi, þar sem margt fólk er í neyð fyrir húsnæði. Fasteignagjöld leggjast jafnt á eignir og skuldir og mikilvægt að framtíðarskattlagning taki mið af því svo gjaldtöku sé létt af nýjum húsnæðiseigendum á móti þeim sem eiga það skuldlaust. Það þarf að byggja fyrir þau sem eru þörf fyrir húsnæði en fjárhagsáætlun miðar ekki að því.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: