- Advertisement -

Borgin taki málin í eigin hendur

Borgin gæti t.d. séð um að byggja fyrir þá sem eru í þörf fyrir húsnæði.

„Skort á hagkvæmu húsnæði má rekja til þess að yfirvöld hafa treyst á að markaðurinn muni að miklu leyti leysa húsnæðiskreppuna í stað þess að einblína á félagslegar húsnæðislausnir. Fulltrúi Sósíalistaflokksins telur mikilvægt að gera breytingar á húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar þar sem áhersla verði lögð á aukna félagsvæðingu húsnæðiskerfisins í stað þess að koma félagslegri húsnæðisuppbyggingu að hér og þar.“

Það er Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokki sem þannig talar.

„Þó að kveðið sé á um að þau félög sem koma að verkefninu um hagkvæmt húsnæði skuli halda íbúðaverði sem hagkvæmustu er mikilvægt að borgin taki málin í eigin hendur og sjái um að byggja yfir þá sem eru í mestri þörf fyrir húsnæði og haldi þannig kostnaði fyrir borgarbúa í lágmarki með óhagnaðardrifni að leiðarljósi. Þó það sé alltaf gott að fá fram ólíkar og fjölbreyttar hugmyndir að húsnæðislausnum, þá er mikilvægt að félagsvæða húsnæðisstefnuna. Borgin gæti t.d. séð um að byggja fyrir þá sem eru í þörf fyrir húsnæði og litið til reynslu Helsinki sem rekur t.a.m. sitt eigið byggingafélag. Jákvætt er að sjá að Heimavellir hafi sagt sig frá verkefninu um hagkvæmt húsnæði þar sem fyrirtækið hefur haft neikvæð áhrif á leigumarkaðinn og það er mikilvægt að Reykjavíkurborg auki ekki veg hagnaðardrifinna leigufélaga.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

…gerir ráð fyrir endurreisn verkamannabústaðakerfisins sem nú þegar hefur átt sér stað.

Fulltrúar meirihlutans eru aldeilis á annarri skoðun. Í borgarráði bókuðu þau:

„Húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar er framsækin, róttæk og ábyrg. Hún gerir ráð fyrir endurreisn verkamannabústaðakerfisins sem nú þegar hefur átt sér stað. Hún gerir ráð fyrir umfangsmikilli uppbyggingu leigu- og búseturéttaríbúða sem drifinn er áfram af óhagnaðardrifnum félögum. Hún gerir ráð fyrir hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur þar sem afar mikil nýsköpun í formi og tækni hefur átt sér stað. Hún gerir líka ráð fyrir kaupum Félagsbústaða á félagslegum íbúðum á nær öllum uppbyggingarsvæðum í Reykjavík. Nú á sér stað mesta uppbyggingarskeið íbúða í sögu Reykjavíkur þar sem húsnæði fyrir alla er leiðarljósið. Betra væri að hvetja nágrannasveitarfélög til jafn öflugrar uppbyggingar og nú á sér stað í Reykjavík.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: