- Advertisement -

Borgin seldi skrifstofurnar sínar og leigir nú fyrir um 600 milljónir á ári

- borgin stendur við gerða samninga, segir núverandi meirihlutinn.

Vigdís spurði og fékk svör.

Vigdís Hauksdóttir spurði um hvaða eignir Reykjavík hefur selt og fyrir hvað og eins hvaða húsnæði borgin leigir, fyrir starfsemi sína, og fyrir hversu mikið.

Á árinu 2007 var ákveðið að selja allt skrifstofuhúsnæði Reykjavíkurborgar og færa reksturinn í leiguhúsnæði.

Borgin seldi eftirtaldar eignir 2007: Borgartún 1, Borgartún 3, Skúlagata 2, Hverfisgata 14 og 14a, kaupandi Höfðatorg ehf., kaupverð 1,2 milljarðar. Fríkirkjuvegur 11, kaupandi Novator F11 ehf., kaupverð 650 milljónir. Skipholt 50b, kaupandi Mark ehf., söluverð 110 milljónir.
2011: 60% í Fríkirkjuvegi 1, kaupandi ríkissjóður Íslands, söluverð 360 milljónir.
2012: Suðurlandsbraut 32, kaupandi Mynni ehf. söluverð 80,5 milljón.
2017: Vonarstræti 4, kaupandi Íslandshótel, kaupverð 340 milljónir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eftir að hafa fengið svörin bókaði Vigdís í borgarráði:

„Samtals söluverð rúmir 2,7 milljarðar (ath. upphæðir eru ekki núvirðisreiknaðar). Reykjavíkurborg greiðir tæpar 70 milljónir í leigu á mánuði undir skrifstofur sínar. Það gerir tæpar 840 milljónir á ársgrundvelli. Greiddar eru tæpar 600 milljónir á ári fyrir skrifstofuhúsnæði í Borgartúni 10-12 sem er í eigu Höfðatorgs ehf. sem var stærsti einstaki kaupandinn af seldu skrifstofuhúsnæði Reykjavíkur 2008. Upphaf leigutímans var 1. október 2007 og lýkur honum án uppsagnar þann 30. september 2032. Á þessum upplýsingum má sjá að stórkostleg óafturkræf mistök hafa verið gerð í rekstri borgarinnar. Leigusamningurinn hleypur á tugum milljarða þegar hann rennur út. Mun hentugra hefði verið að kaupa/byggja hentugt húsnæði fyrir skrifstofur borgarinnar. Fara verður tafarlaust í hagræðingu hjá borgarsjóði og framleigja eitthvað af Borgartúni 10-12.“

Fulltrúar meirihlutans bókuðu á móti:

„Samningurinn sem um ræðir var gerður árið 2007 og er óuppsegjanlegur til 1. september árið 2032. Óháð skoðun meirihlutans á þeim samningi, og hve hagfelldur hann er borginni, stendur borgin við gerða samninga.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: