Fréttir

Borgin seilist í vasa þeirra viðkvæmustu

By Ritstjórn

September 18, 2020

„Hér er um mótsögn að ræða.  Seilst er í vasa þeirra viðkvæmustu,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, og mótmælir öllum gjaldskrárhækkunum borgarinnar við þær óvenjulegu aðstæður sem nú eru.

„Hér er um mótsögn að ræða. Seilst er í vasa þeirra viðkvæmustu. Á sama tíma mælist Samband íslenskra sveitarfélaga til þess með yfirlýsingu dags. 27. mars 2020 að sveitarfélög haldi aftur af sér við gjaldskrárhækkanir í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðfélaginu,“ segir Kolbrún.