- Advertisement -

Borgin keypti sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir á þremur mánuðum – án útboða

Innri endurskoðandi hefur enn fremur gert alvarlegar athugasemdir við það að ekki séu í gildi neinir slíkir samningar.

Reykjavíkurborg keypti sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir á fyrstu þremur mánuðum ársins án þess að viðhafa útboð. Á sama tíma í fyrra keypti borgin sérfræðiþjónustu fyrir 313 milljónir, án útboða.

„Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera alvarlegar athugasemdir við yfirlit fyrsta ársfjórðungs þessa árs yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á sérfræðiþjónustu án útboðs,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

„Það er ískyggilegt til þess að hugsa, eftir alla þá umræðu sem hefur átt sér stað í tengslum við innkaup Reykjavíkurborgar á síðasta ári, að nú birtist yfirlit sem sýnir innkaup með mun hærri tölu, sem ekki er boðin út, við kaup á sérfræðiþjónustu,“ segir í bókuninni.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Gæti borgin mögulega sparað hátt í 90 milljónir króna.

„Áréttað skal að frá árinu 2014 hafa ekki verið gerðir neinir rammasamningar um sérfræðiþjónustu hönnuða eða verkfræðinga né rammasamningur um þjónustu iðnaðarmanna og verkamanna. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í innkauparáði hefur ítrekað gert athugasemdir við það, m.a. á síðasta kjörtímabili. Þá hefur innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar enn fremur gert alvarlegar athugasemdir við það að ekki séu í gildi neinir slíkir samningar,“ segir einnig í bókuninni.

„Innri endurskoðandi hefur bent á að Reykjavíkurborg geti sparað um 22,5% væru slíkir samningar í gildi. Ef við setjum þetta í samhengi við innkaup umhverfis- og skipulagssviðs upp á 395 milljónir króna án útboðs nú, gæti borgin mögulega sparað hátt í 90 milljónir króna. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að hér er um peninga skattgreiðanda að ræða.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: