Stjórnmál Borgarráð samþykkti að hafna öllum tilboðum í húsin við Laugaveg 4 og 6 og Skólavörðustíg 1a. Ákveðið var að setja eignirnar á sölu á fasteignasölu og selja þær hæstbjóðenda með þeirri leið.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir bókaði þar sem hún sagði; „…sala á fasteignunum Laugavegi 4-6 og Skólavörðustíg 1a skuli ekki eiga sér stað í flýti, að eðlilegur tími verði gefinn til að fá sem hæst verð fyrir eignina þannig að Reykjavíkurborg þurfi að afskrifa sem minnst vegna þessara lóða en ljóst er fyrirfram að afskriftir verða miklar. Þá er eðlilegt að tímabundnar framsalstakmarkanir verði settar í samning þann sem kann að vera gerður til að koma í veg fyrir óeðlileg viðskipti með lóðirnar eins og sagan sýnir að áttu sér stað.“