Stjórnmál

Borgin gefur út skuldabréf

By Miðjan

January 25, 2022

„Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 20. janúar 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki útgáfuáætlun vegna skuldabréfaútboða á tímabilinu janúar til maí 2022,“ segir í fundargerð borgarráðs.

Sjálfstæðisfólkið sat hjá. En ekki Vigdís Hauksdóttir. Hún bókaði:

„Lántökuheimildirnar fyrir árið 2022 eru virkjaðar á þessum fundi. Lánsheimild upp á 20 milljarða = 20.000 milljónir. Hver ætlar að halda því fram að rekstur Reykjavíkur sé í lagi? Jú borgarstjóri. Minnt er á að til stendur að skuldsetja borgina um tæpa 100 milljarða á næstu 5 árum. Það er til viðbótar við þá 153 milljarða sem borgarsjóður skuldar í dag. Áætlaðar skuldir borgarsjóðs í árslok 2022 verða 173 milljarðar.“