- Advertisement -

Borgin borgar fyrir embættismenn á Vinnustofu Kjarvals

Vigdís Hauksdóttir spyr:

„Þann 11. júní sl. lagði ég fram eftirfarandi fyrirspurnir. Hvers vegna er ekki búið að skila borgarráði skriflegu svari þar sem meginreglan er að svara innan þriggja vikna? Óskað er eftir að svarið byggist á upplýsingum um kortin þann dag sem fyrirspurnin var lögð fram. „Um síðustu mánaðamót birtist dæmalaus frétt í Fréttablaðinu þar sem fram kom að embættismenn/starfsmenn á skrifstofu Reykjavíkurborgar hafi ellefu aðgangskort að Vinnustofu Kjarvals, sem er vinnu- og samkomurými við Austurvöll og er kostnaður við kortin um 1,6 milljón króna. Í ljósi þess að Reykjavíkurborg er stór leigutaki á markaði og á þar að auki mikið húsnæði þá kem ég til með að leggja þessar fyrirspurnir fram í borgarráði til skriflegs svars.

1. Er virkilega ekkert húsnæði sem borgin ræður yfir sem getur sinnt þessum þörfum?

2. Er það virkilega svo að vinnuaðstaða starfsfólks í „efsta lagi“ stjórnsýslunnar sé svo slæm að grípa þurfti í þetta úrræði?

3. Hvers vegna þarf „efsta lag“ stjórnsýslunnar fundaraðstöðu utan stjórnsýslubygginga borgarinnar?

4. Hvaða embættismenn hafa yfirráð yfir þessum kortum tæmandi talið?

5. Hefur borgarstjóri kort að vinnustofunni?

6. Handhafi korts virðist hafa aðgang að vinnustofunni og veitingaaðstöðu alla daga – er áfengi þar með talið?

7. Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að vinnustofan er sérstaklega vel til þess fallin að taka á móti erlendum og innlendum viðskiptamönnum, hitta samstarfsfólk vegna vinnu eða utan hennar, rækta tengsl við aðra og sinna störfum sínum í næði frá dagsins önn. Er það hlutverk útsvarsgreiðenda í Reykjavík að standa undir þessum sérþörfum sem eiga heima á almenna markaðnum en ekki hjá sveitarfélagi?

8. Hvaða erlendu og innlendu viðskiptamenn hafa notið veitinga á kostnað Reykjavíkurborgar og með hvaða embættismönnum/starfsmönnum borgarinnar fengu þeir aðgang, tæmandi talið?

9. Handhafar kortanna eru í forgangi á viðburði í vinnustofunni, hafa handhafar kortanna notfært sér þann forgang, ef svo er hverjir sóttu hvaða viðburð tæmandi talið?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: