Borgarstjórnarmeirihlutinn nýtur ekki mikils trausts á Alþingi. Þrátt fyrir að Vg, flokkur forsætisráðherra, eigi aðild að meirihlutanum. Bergþór Ólason Miðflokki skrifar í Moggann um átökin. Af lestri hans má merkja að engin borgarlína verði til verði að sundabraut á sama tíma. Bergþór vitnar til þingmanna og fjárlaganefndar þingsins. Hann segir í lok greinarinnar:
„En á meðan Reykjavíkurborg stendur í vegi fyrir lagningu Sundabrautar sem tengir landsbyggð við höfuðborgina þá verður allt stopp varðandi hugmyndir þeirra um borgarlínu. Kosningaloforð Samfylkingarinnar verða því hjómið eitt, einu sinni sem oftar. Þetta veltur þó á því að Sjálfstæðisflokkurinn falli ekki frá þeim skilyrðum sem sett voru á öllum stigum málsins – að til þess að ráðast megi í gerð borgarlínu þurfi að ráðast í gerð Sundabrautar. Það verður fróðlegt að sjá hvort sjálfstæðismenn standi í lappirnar í þessu máli. Ef ekki, verði mönnum þá að góðu.“