Samfélag
„Reglan um að menn skuli teljast saklausir þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð gildir á Íslandi (2. mgr. 70. gr stjórnarskrár). Þetta er ekki bara lagaregla heldur einnig siðferðisregla sem við teljum flest að gildi um samskipti okkar,“ skrifar Jón Steinar Gunnlaugsson.
„Ég þekki dæmi um að margir telji orðróm duga til að fella á menn sök. Orðrómur hefur tilhneigingu til að magnast, því mannfólkið smjattar á honum og eykur við hann ósannindum frá eigin brjósti. Um þetta þekki ég skýr dæmi. M.a. heyrast raddir sem telja menn seka um brot, þó að dómstólar hafi sýknað þá þar sem sökin sé ósönnuð. Engin sök hefur sannast á séra Friðrik Friðriksson. Nú er fjarlægð stytta af honum, sem stóð við Lækjargötu í Reykjavík. Þeir sem hafa svívirt minninguna um þennan góða mann, eins og t.d borgaryfirvöld í Reykjavík, sem láta nú fjarlægja styttuna, ættu að skammast sín.“