- Advertisement -

Borgarráð leyfir hærri hús á Hlíðarenda

 

Sex af sjö fulltrúum í borgarráði hafa samþykkt að heimila hærri byggingu á Hlíðarenda. Aðeins fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallarvina var á móti.

Í bókun Framsóknar, vegna þessa máls, segir:

„Framsókn og flugvallarvinir samþykkja ekki breytingar á skipulagi sem fela í sér auknar byggingarheimildir á þessu svæði á Hlíðarenda enda fela þær í sér hækkun á byggingum sem eru í aðflugslínu að neyðarbrautinni eða braut 06/24 sem reyndar hefur nú verið lokað skv. ákvörðun innanríkisráðherra. Framsókn og flugvallarvinir hafa hvorki nú né áður samþykkt nokkur þau atriði sem snúa að því að skerða starfsemi Reykjavíkurflugvallar eða takmarkanir á framtíðarnotkun hans og ljóst er að ef þessi skipulagstillaga fer í gegn verður nánast útilokað að enduropna umrædda braut.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: