- Advertisement -

Borgarfulltrúum fjölgar – leikskólakennurunum fækkar

Ekki fæst gefið upp hver er launakostnaður borgarstjórnar.

„Á meðan borgarfulltrúum hefur fjölgað um 53% hefur leikskólakennurum fækkað. Þá hefur fjöldi heimilislausra tvöfaldast á síðustu fimm árum og vandi ungs fólks við að koma sér úr foreldrahúsum aukist töluvert. Þá er ánægja með þjónustu borgarinnar mjög lítil miðað við önnur sveitarfélög og traust á borgarstjórn í sögulegu lágmarki.“

Það voru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sem bókuðu þetta á síðasta borgarstjórnarfundi fyrir hið langa jólafrí.

„Borgarstjórn samþykkti hinn 19. september 2018 að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 23. Þetta hefur haft verulegan kostnað í för með sér þrátt fyrir að öðru hafi verið haldið fram. Laun 15 borgarfulltrúa árið 2017 voru umtalsvert lægri en laun þeirra 23 borgarfulltrúa sem nú þiggja laun og hafa fengið verulegar launahækkanir til viðbótar. Ekki hefur fengist staðfest tala fyrir launakostnað borgarfulltrúa en m.v. þá viðauka sem borgin hefur þurft að ráðast í er ljóst að hér er um verulega fjármuni að ræða. Hér skortir því gagnsæi. Nýsamþykktur var viðauki vegna kostnaðar við borgarstjórn upp á 56 milljónir króna, því sem áður hafði verið áætlað fyrir árið 2019. Það er dapurlegt að meirihlutinn skuli fella það að skora á Alþingi að endurskoða umrætt lagaákvæði í því skyni að borgarstjórn hafi sjálfdæmi um fjölda borgarfulltrúa.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: