- Advertisement -

Borgarfulltrúi í áfalli

„Fulltrúi Flokks fólksins er nú bara í áfalli yfir að enginn úr meirihlutanum sýndi umræðunni um sveigjanleg starfslok áhuga,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, á fundi borgarstjórnar.

„Ærandi þögn og áhugaleysi gagnvart málefninu er þrúgandi. Enginn setti sig á mælendaskrá frá meirihlutanum. Hvernig á að skilja þetta? Borgin ætti að hætta að nota aldursviðmið og leyfa þeim sem það geta og vilja að halda áfram að sinna starfi sínu þótt sjötugsaldri sé náð. Borgin ætti líka að þrýsta á ríkið að draga úr skerðingum á lífeyri vegna atvinnutekna svo sem að frítekjumark vegna atvinnutekna yrði hækkað úr 100.000 kr. í 200.000 kr. eða afnumið alfarið. Í kjarasamningi segir að yfirmanni sé heimilt að „endurráða mann/konu, sem náð hefur 70 ára aldri í annað eða sama starf á tímavinnukaupi, allt að hálfu starfi, án þess að það hafi áhrif á rétt hans til töku lífeyris.“ Einnig segir að ákvörðun um ráðninguna skal tekin af borgarstjóra að fenginni umsögn yfirmanns viðkomandi stofnunar.“Þetta minnir á  bænaskjal eins og Íslendingar sendu til einvaldskonungana í Kaupmannahöfn fyrr á öldum. Borgin hlýtur að geta gert betur en þetta í stað þess að losa sig við fólk úr störfum aðeins vegna þess að það hefur náð ákveðnum aldri og vill síðan ekki einu sinni ræða málið í borgarstjórn,“ sagði Kolbrún.

Meirihlutinn gerði athugasemd: „Því ber að halda til haga að Alexandra Briem kom upp í andsvari en Rannveig Ernudóttir fór á mælendaskrá.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: