Sósíalistar óska eftir umræðu í borgarstjórn þann 18. október um lausnir fyrir heimilislausa í borginni. Markmiðið með umræðunni er að ná fram lausnum fyrir þau sem hafa í engin skjól að venda, sérstaklega þegar neyðarskýlum er lokað yfir daginn. Markmiðið með umræðunni er það að að borgarstjórnarfundi loknum hafi umræðan leitt til lausnar sem hægt verði að ganga í, til að mæta strax þeim vanda sem heimilislausir hafa greint frá.
Sósíalistar hafa lagt fram tillögu um að gistiskýlunum í borginni verði ekki lokað yfir daginn. Í þessu samhengi er mikilvægt að tryggja að dagsetur sé opið í borginni ef ekki er hægt að halda neyðarskýlum opnum yfir daginn. Ýmsar tillögur hafa verið lagðar fram í velferðarráði sem hafa ekki komist til framkvæmda og brýnt er að komist tafarlaust til framkvæmda, þar sem málin byggja á mikilli neyð. Veturinn er nú þegar farinn að bíta og verði ekki tekið í taumana er heimilislausum mikil hætta búin.