- Advertisement -

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks vilja skrifstofur í ráðhúsinu

…á sama tíma og stærsta flokknum með flesta borgarfulltrúa er hafnað…

„Ljóst er að mikill aðstöðumunur er meðal borgarfulltrúa, hvort heldur þeir tilheyra meirihluta eða minnihluta, hvað vinnuaðstöðu varðar. Nokkrir borgarfulltrúar meirihlutans hafa vinnuaðstöðu í Ráðhúsinu á sama tíma og stærsta flokknum með flesta borgarfulltrúa er hafnað um vinnuaðstöðu þar. Ráðhúsið er vinnustaður borgarfulltrúa og því óásættanlegt að ekki standi til boða vinnuaðstaða fyrir alla borgarfulltrúa þar,“ bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks í forsætisnefnd borgarstjórnar.

Fulltrúar meirihlutans svöruðu:

„Pollurinn er sameiginleg starfsmannaaðstaða starfsmanna og í mikilli notkun. Langflestir borgarfulltrúar hafa starfsaðstöðu í Tjarnargötu og geta að auki bókað Pollinn eins og hvert annað fundarherbergi í Ráðhúsinu fyrir staka fundi eða viðburði. Borgarfulltrúar meirihlutans hafa ekki starfsaðstöðu í Ráðhúsinu nema í undantekningartilfellum. Þó er ástæða til að skoða aðstöðumál borgarfulltrúa í Tjarnargötu í framhaldinu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: