- Advertisement -

Borgar háa skatta – þarf samt í biðröð

Viðhorf Ég sat á biðstofu á læknastofu. Dagskrá einhverra læknanna, þar á meðal þess sem ég beið eftir, hafði riðlast. Einsog gengur. Það þarf svo sem ekki mikið til að svo fari. Það þekkja flestir. Ég beið, gat ekki annað, og var að fullu sáttur við það.

sme llEinn stóll var laus á biðstofunni. Stóllinn við hlið mér. Inn koma nokkuð þekktur viðskiptamaður. Maður sem tók flugið þegar hlaðið var í hrunið. Við þekkjumst lítið. Höfum samt talast við og við vitum báðir hvor af öðrum.

Hann settist og heilsaði. Byrjaði strax að tala um hversu margir væru á biðstofunni og biðin því löng. Hann sá fram á að þurfa að vera á biðstofunni fram yfir gefinn tíma. Fann að því. Sagði illa farið með tíma sinn. Sem ég efast ekkert um að gat verið rétt hjá honum.

Hann þagði um stund. Hallaði sér síðan að mér og sagði: „Sigurjón, ég borgaði hátt í 150 milljónir í skatta eitt árið. Samt þarf ég að bíða í biðröð.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég kunni ekki við, ekki á biðstofu lækna, að spyrja hann hvaðan peningurinn kom sem hann borgaði skattana með. Gat verið að þeir hafi verið borgaðir með lánspeningum, lánum sem svo sannarlega voru afskrifuð?

Viðskiptamaðurinn er örugglega talsmaður þess að fólk geti keypt sig framar í bið að læknaþjónustu.

Sigurjón Magnús Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: